Fara í efni

Rafbílar

Við bjóðum gott úrval rafbíla í langtímaleigu

Rafbílar ganga eingöngu fyrir rafmagni og þróun þeirra tekur talsverðum breytingum ár frá ári. Þrátt fyrir að drægni þeirra sé alltaf að aukast kallar þessi kostur á meira skipulag og forsjárhyggju við notkun, sérstaklega í lengri ferðum. Rafbílar okkar eru með raundrægni á bilinu 100-400 kílómetra á einni hleðslu, allt eftir bílum og aðstæðum hverju sinni.

Það er ekki svo ósvipað að keyra rafbíl og hefðbundin sjálfskiptan bíl. Það fyrsta sem þú tekur mögulega eftir er að vélarhljóð er ekkert auk þess sem rafmótorinn er algerlega stiglaus.

Orkunotkun og drægni:

Drægni rafbíla fer eftir stærð rafhlöðu og orkunotkun og framleiðendur í dag gefa upp áætlaða drægni í kílómetrum samkvæmt WLTP staðlinum. Hins vegar þarf að hafa í huga að uppgefin drægni frá framleiðendum er aðeins til viðmiðunar og ekki er hægt að treysti henni, allavega ekki við íslenskar aðstæður. Það eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á drægni, þar á meðal:

  • Aksturslag ökumanns; hraði, hvernig tekið er af stað, hvort haldið er jöfnum hraða o.s.frv.
  • Veðurfar; hitastig, vindur og úrkoma.
  • Vegur og undirlag.
  • Klifur (akstur upp brekkur).
  • Hleðsla og/eða farmur bíls.
  • Hvort rafhlöður séu heitar eða kaldar við ræsingu.
  • Notkun á miðstöð, sætishita, útvarpi ofl.

Flestir nýir rafbílar sýna orkunotkun út frá meðaltali yfir ákveðin tíma og rauntímanotkun á hverju augnabliki og sýna hversu marga kílómetra hægt er að keyra á þeirri hleðslu sem eftir er á rafhlöðunni hverju sinni. Hins vegar þarf að fylgjast vel með stöðu hleðslu því hún getur breyst umtalsvert á stuttum tíma ef aðstæður sem hafa áhrif á drægnina breytast.

Meiri orkunotkun úti á þjóðvegum en innanbæjar

Drægni rafbíla er minni úti á þjóðvegum og þar er lengra á milli hleðslustöðva. Það er því sérstaklega mikilvægt að fylgjast með drægni og staðsetningu á hleðslustöðvum þegar eknar eru lengri vegalegndir utan þéttbýlis.

Stillingar og sparakstursráð

Í flestum rafbílum er hægt að stilla á mismunandi aksturskerfi (driving mode) og þó svo að þær geti verið mismunandi eftir bílum er yfirleitt hægt að velja milli t.d. Sport, Normal og Eco/Eco+ (vistvæn). Munað getur tugum kílómetra í drægni eftir því hvaða stilling er notuð og Eco er sú sem gefur mesta drægni.

Ef tvísýnt er hvort áfangastað eða næstu hleðslustöð verði náð er mikilvægt að minnka orkunotkun eins og kostur er. Slökktu á útvarpi og miðstöð ef hægt er og haltu jöfnum hraða milli 80 og 85 km á klst.

Ef hleðslan klárast

Ef hleðsla á rafbíl klárast er ekki hægt að keyra hann og þá þarf að sækja bílinn á sérstökum bílaflutningabíl og koma honum í hleðslu. Leigutaka ber að tilkynna Bílaleigu Akureyrar ef rafbíll verður rafmagnslaus og ber leigutaki allan kostnað sem hlýst af flutningi á verkstæði eða hleðslustöð.

Hvernig fer hleðsla fram?

Við mælum með hleðslu annað hvort með svokallaðir heimahleðslustöð 22kW eða hraðhleðslustöð 50-100 kW. Hraðhleðslustöðvar eru aðgengilegar víða um land og við bendum á hleðslustöðvar Ísorku og ON en hjá báðum þessum fyrirtækjum hægt að hlaða án hleðslulykils á auðveldan hátt. Hjá Ísorku er það gert með Ísorku appinu en hjá ON er það í gegnum QR kóða á hleðslustöðvum ON. Stærri notendum bendum við á að skrá sig hjá Plugsurfing, Ísorku eða ON og sækja sér hleðsluapp eða hleðslulykil. Hleðslulyklar fylgja ekki með rafbílum Bílaleigu Akureyrar.

7-22kW Hleðslustöðvar AC (Hentar rafbílum og tengiltvinnbílum)
Við mælum með að alltaf séu notaðar viðurkenndar, fasttengdar hleðslustöðvar við hleðslu rafbíla. Hleðslustöðvar sem þessar eru orðnar nokkuð algengar við fyrirtæki, heimahús og á ýmsum opinberum stöðum og þær eru með áföstum hleðslukapli eða með tengi fyrir lausan hleðslukapal. Algengt er að þessar stöðvar séu 22kW og þær henta mjög vel til hleðslu rafbíla og tengiltvinnbíla. Reikna má með að það taki 5-10 klst. að fullhlaða flesta rafbíla en 3-4 klst ef um tengiltvinnbíla er að ræða.

Hleðslutími fer eftir hleðslugetu bíls þ.e.a.s. hversu mikið rafmagn þeir geta tekið inn á sig í AC hleðslu og stærð rafhlöðu. Flestir rafbílar eru með 7-11 kW hleðslugetu í AC hleðslu en tengiltvinnbílar 3,3 - 3,7 kW hleðslugetu.

50-150kW hraðhleðslustöðvar DC (Hentar rafbílum)
DC hraðhleðsla eru sérhæfðar hraðhleðslustöðvar með áföstum hleðslukapli. 50 kW hraðhleðslustöðvar eru algengar en stærri hleðslustöðvum 100-150 kW fjölgar ört. Fjölmörg fyrirtæki starfrækja hraðhleðslustöðvar en til að nota þessar stöðvar þarf sá sem notar stöðina að vera skráður notandi, annaðhvort í gegnum app eða með hleðslulykil. Ekki er hægt að greiða fyrir hraðhleðslu með greiðslukorti eða snertilaust með síma.
 

Önnur hleðsla / Heimahleðsla með sérstöku hleðslutæki frá framleiðanda bifreiða (hentar rafbílum og tengiltvinnbílum)
Notast er við staðlaða allt að 32A jarðtegnda tengla t.d. sem ætlaðir eru stórum heimilistækjum eins og þvottavélum. Aðeins má nota hleðslukapall/hleðslutæki með sérstöku stjórnboxi sem fylgir flest.um raf-og tengiltvinnbílum frá framleiðanda

Huga þarf sérstaklega að því að hefðbundnir 16A tenglar til heimilsnota henta ekki til hleðslu rafbíla. Slík notkun getur haft í för með sér ofhitnun og bruna og þess vegna mælum við alltaf með notkun hleðslustöðva eins og talað var um hér ofar.

Einnig bendum við á upplýsingar á vef Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.

Skoða verð og framboð rafbíla