Vetrarleiga á bíl
Vetrarleiga er í boði á tímabilinu 1. október til 1. júní
Að leigja bíl á vetrarleigu hentar þeim sem þurfa eingöngu bíl yfir vetrarmánuðina. Til dæmis sem aukabíll á heimili eða fyrir fyrirtæki sem þurfa bíl vegna sérstakra verkefna eða aukinna umsvifa að vetri. Leigutími er nokkuð sveigjanlegur en í boði er að taka bíl á vetrarleigu frá þremur mánuðum upp í átta mánuði, ef bíll er tekinn snemma hausts.
Hægt er að velja milli þess að hafa innifalda 1.250 km eða 1.500 km á mánuði.
Innifalið í leigugjaldi vetrarleigu:
- Ábyrgðar- og Kaskótrygging
- Bifreiðagjald
- Dekk og dekkjaskipti (sumar og vetrardekk)
- Allt venjubundið viðhald
- Smur og þjónustuskoðanir
Vetraleigunni er lokið þennan veturinn, endilega líttu við aftur þegar líður að hausti. Hér munum við birta spennandi framboð bíla og hagstæð verð fyrir vetrarleigu á bíl.