Fara í efni

Um langtímaleiguna

Reiknaðu dæmið til enda

Rekstur bíls er alla jafna með stærri útgjaldaliðum. Afborganir af bílafjármögnun, fyrirséð og ófyrirséð viðhald, dekkjakaup, skoðanir og fleira getur hlaupið á stórum upphæðum. Þá eru ótaldir þættir sem koma fram við endurnýjun svo sem sölulaun, afföll og endursöluáhætta. Með því að leigja bíl á langtímaleigu hjá Bílaleigu Akureyrar heyra ofantaldir þættir sögunni til. Þú greiðir aðeins eina tölu mánaðarlega og ekur um á nýlegum og öruggum bíl. Bílarnir okkar eru að jafnaði eins til þriggja ára gamlir og eru undir traustu og reglubundnu eftirliti þjónustudeilda okkar á meðan þeir tilheyra flotanum. Þú getur treyst því að fá afhentan bíl sem stenst allar öryggiskröfur og er í fullkomnu lagi. 

Einföld, fljótleg og þægileg lausn í bílamálum

Þú velur einfaldlega bíl, innifalin akstur og tryggingavernd í Bílar og verð hér á síðunni og sendir okkur fyrirspurn þína. Þegar fyrirspurn berst okkur höfum við samband og látum þig vita hvort umræddur bíll sé til og hvenær þú getir fengið hann afhentan. Í framhaldinu kemur þú til okkar, skrifar undir leigusamning og tilheyrandi gögn. Greiðslur eru skuldfærðar á kreditkort leigutaka mánaðarlega. Við upphaf leigu greiðir leigutaki ávallt fyrir tvo mánuði þ.e. líðandi mánuð ásamt andvirði eins mánaðar leigu í tryggingafé. Tryggingafé endurgreiðist við uppgjör að leigu lokinni. Við undirbúning leigugagna samþykkir umsækjandi jafnframt að Höldur ehf. leiti upplýsinga um leigutaka hjá Creditinfo.

Öll þjónusta innifalin í leigugjaldinu

Innifalið í langtímaleigunni er allt venjubundið viðhald bílsins, allar reglubundnar þjónustuskoðanir og smurþjónusta ásamt þurrkublöðum og ljósaperum. Sumar- og vetrardekk eru innifalin ásamt dekkjaskiptum. Á meðan leigutíma stendur gæti bíllinn þurft að koma inn til þjónustu, svo sem dekkjaskipti eða smurþjónustu. Hjá okkur er öll þjónustan á sömu hendi. Við sjáum um allt viðhald og dekkjaskipti á starfsstöðvum okkar. Ef þjónusta tekur lengri tíma en 60 mínútur færð þú lánaðan bíl á meðan án endurgjalds. Okkar viðskiptavinir sem eru með bíl á langtímaleigu geta á þægilegan máta pantað tíma í þjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri fyrir bílinn sinn hér á vefnum.

Bifreiðagjöld og tryggingar eru innifalin

Bifreiðagjöld ásamt lögboðinni öku­tækja­trygg­ingu sem inni­felur ann­ars vegar ábyrgðartrygg­ingu gagnvart þriðja aðila og hins vegar slysa­trygg­ingu öku­manns og farþega auk kaskótryggingar eru innifalið í leigugjaldinu. Við bjóðum viðskiptavinum þrjá útfærslur af tryggingavernd kaskótryggingar. Grunnvernd er sjálfkrafa innifalin í mánaðargjaldinu ef önnur leið er ekki valin. Gegn fastri mánaðarlegri greiðslu getur þú lækkað eigin áhættu kaskótryggingar enn frekar með því að uppfæra í Miðlungs- eða Úrvalsvernd. Sjá nánar um tryggingar hér.

Sveigjanleg og góð þjónusta

Í reiknivélinni hér á vefnum eru settir fram þrír valmöguleikar um innifalinn akstur á mánuði: 1500, 1750 eða 2000 km. Að sama skapi er val um 12, 24 eða 36 mánaða lengd leigu. Einnig er hægt að fá samninga á rafbíla í allt að 48 mánuði. Þessir valmöguleikar eru settir fram til að auðvelda notendum síðunnar að fá mynd af kostnaði við langtímaleigu. Hægt er að gera samning allt niður í þrjá mánuði og annar akstur er vissulega í boði. Ef þú hefur áhuga á styttri eða lengri leigutíma eða meiri eða minni akstursnotkun hafðu þá endilega samband við okkur. Við erum ávallt reiðubúin að sérsníða ákvæði leigusamningsins um leigutíma og akstursnotkun að þörfum hvers og eins.

Við hlustum á þarfir viðskiptavina

Við vitum að hlutirnir geta breyst með skömmum fyrirvara. Bíll sem að hentaði vel þegar hann var valinn hentar ekki lengur, tímabundnar þrengingar krefjast breyttrar forgangsröðunar og svo framvegis. Ólíkt sumum aðilum á þessum markaði sem neita alfarið að breyta eða rifta samningum vegna breyttra aðstæðna, þá hlustum við og erum sveigjanleg. Ef upp koma breyttar aðstæður hjá leigutaka sem kalla á annarskonar bíl, breytingu eða jafnvel riftun á langtímaleigusamningi þá gerum við ávallt okkar besta til að verða við slíkum óskum þó slíkt kunni óneitanlega í einhverjum tilfellum að hafa kostnað í för með sér.