Fara í efni

Fréttir

Höldur er Fyrirmyndarfyrirtæki VR

Niðurstöður í könnun VR, Fyrirtæki ársins 2023, liggja nú fyrir og voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 10. maí.
Lesa meira

Rafbílar í flotanum orðnir 500 talsins

Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.
Lesa meira

Viðurkenning frá Europcar Group

Höldur- Bílaleiga Akureyrar umboðsaðili fyrir Europcar á Íslandi, hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sjálfbærri þróun á heimsráðstefnu Europcar Mobility Group sem haldin var í Berlín í byrjun mars.
Lesa meira

Nýsköpunarviðurkenning ferðaþjónustunnar

Höldur – Bílaleiga Akureyrar og Hopp Reykjavík hlutu Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir nýsköpunarverkefnið Hopp deilibílar.
Lesa meira

Höldur - Bílaleiga Akureyrar hlýtur hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu

Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Höldi – Bílaleigu Akureyrar hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega en fámenna athöfn í Grósku.
Lesa meira

35 nýjar rafhleðslustöðvar teknar í notkun

Síðastliðið ár hefur Höldur - Bílaleiga Akureyrar unnið að uppbyggingu hleðsluinnviða á starfsstöðum fyrirtækisins í tengslum við aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum og fjölgun visthæfra ökutækja í bílaflota fyrirtækisins.
Lesa meira

Við flytjum úr Skeifunni í Skútuvog 8

Í lok maímánaðar munum við flytja alla okkar starfsemi úr Skeifunni í nýja, rúmgóða og stórglæsilega aðstöðu að Skútuvogi 8.
Lesa meira

Áratugareynsla í langtímaleigu

Fyrirtækið Höldur var stofnað árið 1974 en upphaf Bílaleigu Akureyrar má þó rekja allt aftur til ársins 1966. Á árunum undir síðustu aldamót hafði myndast þó nokkur eftirspurn eftir bílum til leigu til lengri tíma. Fyrst um sinn voru þetta aðeins nokkrir bílar og þá aðallega um að ræða fyrirtæki sem þurftu bíla í föst verkefni í tiltekinn tíma. Það má því segja að langtímaleiga Bílaleigu Akureyrar hafi hafist á þessum árum.
Lesa meira

Vinningshafi í Facebook leik

Við þökkum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í facebook leiknum okkar. Vinningshafinn var dreginn út í gær og var Villimey Friðriksdóttir sú heppna.
Lesa meira

„Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla“

Viðskiptavinir Hölds – Bílaleigu Akureyrar, geta treyst því að bílar fyrirtækisins eru traustir og áreiðanlegir bílar og að ekki hefur verið átt við kílómetramæla þeirra á nokkurn hátt hvorki innan þess tíma sem bifreiðin er notuð til útleigu, né að þeim tíma loknum þegar komið er að sölu.
Lesa meira