Vinningshafi í Facebook leik
02.02.2021
Við þökkum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í facebook leiknum okkar. Vinningshafinn var dreginn út í gær og var Villimey Friðriksdóttir sú heppna.
Villimey kom til okkar í Skeifuna í dag og sótti nýjan VW ID3 sem hún fær til afnota í 4 mánuði. Við óskum henni innilega til hamingju og efumst ekki um að hún eigi eftir að njóta þess að keyra um á þessum frábæra rafbíl.
Volkswagen lD3 er einn af fjölmörgu rafbílategundum sem Bílaleiga Akureyrar býður til útleigu í langtímaleigu. Eftirspurn eftir umhverfismildum bílum er alltaf að aukast og framboð Bílaleigu Akureyrar er mikið og fjölbreytt. Kynntu þér úrval rafbíla, tvinnbíla og tengiltvinnbíla á langtimaleiga.is